Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

511 | Stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur)

144. þing | 29.1.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (23.2.2015)

Samantekt

Markmið: Að innleiða vatnatilskipun ESB að fullu, þ.e. 9. gr.

Helstu breytingar og nýjungar:

Innleiða á gjaldtöku á notendur vatns vegna vatnsþjónustu í samræmi við nytjagreiðslu- og mengunarbótaregluna. Nytjagreiðslureglan byggir á því að þeir sem nýta náttúruauðlindir sér til ávinnings greiði þann kostnað sem fellur til við verndun og viðhald þessara auðlinda en mengunarbótareglan, oft nefnd greiðsluregla, gengur út frá því að þeim sem mengar umhverfi með starfsemi, sem eðli sínu samkvæmt getur verið skaðleg umhverfinu, beri að greiða kostnað sem hlýst af menguninni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.

Kostnaður og tekjur: Eykur útgjöld ríkissjóðs um 33,5 milljónir árið 2015 og 18,5 milljónir árið 2016. Ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum ársins 2015.

Aðrar upplýsingar:

Vatnatilskipun Evrópusambandsins 2000/60/ESB.

Upplýsingasíða Umhverfisstofnunar um stjórn vatnamála.

 

Umsagnir (helstu atriði): Þeir umsagnaraðilar sem leggjast gegn frumvarpinu, t.d. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka, telja meðal annars að ráðuneytið misskilji vatnatilskipunina og greiðsluregluna.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 888 | 29.1.2015
Flutningsmenn: Sigrún Magnúsdóttir

Umsagnir

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins (umsögn)