Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 34 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (6.3.2015)
Markmið: Að setja heildstæð lög um farþegaflutninga og aðlaga löggjöfina EES-rétti.
Helstu breytingar og nýjungar: Reynt er að færa skipulag almenningssamgangna nær notendum og hagsmunaaðilum með því að koma á samráðsvettvangi. Lagt er til að Vegagerðinni verði heimilt að framselja einkarétt á reglubundnum farþegaflutningum til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar frá gildandi lögum um leigubifreiðar. Einkaleyfishöfum, sem sinna reglubundnum farþegaflutningum á ákveðnum leiðum, verður heimilt að nota bíla sem taka færri en níu farþega og Samgöngustofa fær heimild til að veita sérstök leyfi til þjónustu við ferðamenn á bifreiðum fyrir átta manns eða færri. Einnig er að finna í frumvarpinu almenn ákvæði um leyfisveitingar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi nr. 73/2001.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður vegna lögfestingar frumvarpsins verði fjármagnaður með auknum tekjum Samgöngustofu af leyfisgjöldum.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf og reglur á Norðurlöndum
Umsagnir (helstu atriði): Margar og ítarlegar umsagnir bárust um frumvarpið, einkum frá félögum bifreiðastjóra, rekstraraðilum leigubifreiðastöðva og sveitarfélögum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Samgöngumál: Samgöngur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti