Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

503 | Farmflutningar á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur)

144. þing | 26.1.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (6.3.2015)

Samantekt

Markmið: Að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi lögum í tengslum við lögfestingu heildarlöggjafar um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni og mæta þörf á auknu eftirliti með farmflutningum. Að lögfesta nauðsynlegar breytingar vegna EES-samningsins.

Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu er að finna auknar heimildir til Samgöngustofu til að hafa eftirlit með og framfylgja því að þeir sem stunda farmflutninga gegn endurgjaldi séu með rekstrarleyfi.  

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi nr. 73/2001.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið lögfest óbreytt er gert ráð fyrir að kostnaður Samgöngustofu geti aukist lítillega vegna aukinnar vinnu í tengslum við leyfisveitingar og eftirlit stofnunarinnar.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf og reglur á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af lov om godskørsel LBK nr 1051 af 12/11/2012.

Noregur
Lov om yrkestransport med motorvogn og fartøy (yrkestransportlova) LOV-2002-06-21-45.
Forskrift om yrkestransport innenlands med motorvogn og fartøy (yrkestransportforskriften) FOR-2003-03-26-401.

Svíþjóð
Yrkestrafiklag (2012:210).

Finnland
Lag om kommersiell godstransport på väg 21.7.2006/693.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust og voru viðbrögð við frumvarpinu misjöfn. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins töldu frumvarpið óþarft. Landssamband vörubifreiðaeigenda taldi meðal annars útilokað að frumvarpið næði ekki yfir flutningstæki sem ekki ná 45 km hámarkshraða á klukkustund.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 873 | 26.1.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal

Umsagnir