Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

5 | Hafnalög (ríkisstyrkir o.fl., EES-reglur)

144. þing | 9.9.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bregðast við fjárhagsvanda hafna.

Helstu breytingar og nýjungar: Heimilt verður fyrir íslenska ríkið að eiga og reka ferjumannvirki og hafnir sem sinna eingöngu samgöngum milli tveggja eða fleiri áfangastaða. Lagt er til að eigendur hafna geti gert með sér samning um samrekstur einstakra þátta í starfsemi sinni. Styrkhæfum framkvæmdum er skipt í fimm meginflokka. Heimildir ríkissjóðs til að styrkja hafnaframkvæmdir eru rýmkaðar. Í frumvarpinu er ákvæði um skipaafdrep.

Breytingar á lögum og tengd mál: Hafnalög nr. 61/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er hægt að segja fyrir um aukinn kostnað fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Fjárhagsleg staða hafna (2008). Reykjavík: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum var almennt mælt með samþykkt frumvarpsins, en gerðar voru tillögur um breytingar. Mælt var með að breytingar yrðu gerðar á 17. gr. hafnalaga í þá átt að í stað aflagjalds verði tekið upp magntengt vörugjald af eldisfiski í vinnslu.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 5 | 9.9.2014
Þingskjal 465 | 5.11.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 615 | 28.11.2014

Umsagnir

Hafnasamband Íslands (viðbótarumsögn)
Samtök atvinnulífsins, LÍÚ og Landssamband fiskeldisstöðva. (umsögn)