Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

454 | Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta)

144. þing | 9.12.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi á vinnustöðum og að tryggja lagalegan grundvöll samstarfsverkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð á meðan endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks stendur yfir.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Lagðar eru til breytingar varðandi samskipti Vinnueftirlits ríkisins og atvinnurekenda. Lagt er til að kveðið verði á um tímabundna heimild til undanþágu frá hvíldartíma og næturvinnutíma vegna þeirra starfsmanna sem starfa við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Jafnframt er lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða varðandi samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) verði framlengdur til ársloka 2016. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.

Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að framlenging gildistíma ákvæðis um NPA auki útgjöld ríkissjóðs um 65 milljónir kr. árin 2015 og 2016. 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar. Bent var á að huga þyrfti að réttindum og starfsaðstöðu starfsmanna sem starfa innan NPA. Lýst var áhyggjum af því að ekki væri nægilegt fé tryggt til NPA-verkefnisins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 698 | 9.12.2014
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 1138 | 27.3.2015
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1508 | 29.6.2015
Þingskjal 1534 | 30.6.2015

Umsagnir

Velferðarnefnd | 19.2.2015
Velferðarnefnd | 11.3.2015
Bláskógabyggð (bókun)
Velferðarnefnd | 24.2.2015
Hugarafl (umsögn)
Velferðarnefnd | 3.3.2015
Kópavogsbær, félagsmálaráð (bókun)
Velferðarnefnd | 23.2.2015
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 4.3.2015
Reykjavíkurborg (umsögn)