Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi á vinnustöðum og að tryggja lagalegan grundvöll samstarfsverkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð á meðan endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks stendur yfir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Lagðar eru til breytingar varðandi samskipti Vinnueftirlits ríkisins og atvinnurekenda. Lagt er til að kveðið verði á um tímabundna heimild til undanþágu frá hvíldartíma og næturvinnutíma vegna þeirra starfsmanna sem starfa við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að framlenging gildistíma ákvæðis um NPA auki útgjöld ríkissjóðs um 65 milljónir kr. árin 2015 og 2016.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar. Bent var á að huga þyrfti að réttindum og starfsaðstöðu starfsmanna sem starfa innan NPA. Lýst var áhyggjum af því að ekki væri nægilegt fé tryggt til NPA-verkefnisins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál