Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

434 | Stjórnarráð Íslands (skipulag ráðuneyta og stofnana o.fl.)

144. þing | 3.12.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka sveigjanleika framkvæmdarvaldsins til að skipuleggja störf sín.

Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til almenn heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra. Lagt er til að lagalegt svigrúm við skipulagningu ráðuneyta verði aukið frá því sem nú er og hreyfanleiki starfsfólks verði meiri. Einnig er lagt til að starfræksla ráðherranefndar um ríkisfjármál og ráðherranefndar um efnahagsmál verði lögbundin. 

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011.
Upplýsingalög nr. 140/2012.
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf og reglugerðir á Norðurlöndum


Í frumvarpi til laga um Stjórnarráð Íslands á 139. löggjafarþingi kemur fram að annars staðar á Norðurlöndum er almennt ekki farin sú leið að binda skipulag ráðuneyta og verkaskiptingu milli ráðherra í lög. Það á við um Noreg, Danmörku og Svíþjóð. Skipulagsvaldið er þannig í höndum ríkisstjórnar eða forsætisráðherra í þessum löndum og algengt er að gerðar séu breytingar á ráðuneytum við ríkisstjórnarskipti og verkefni færð á milli ráðuneyta. [...] Í Finnlandi er þessu hagað á annan veg. Þar er raunar kveðið á um það í 68. gr. stjórnarskrárinnar að setja skuli ákvæði í lög um fjölda ráðuneyta og almennar reglur um stofnun þeirra. Á þeim grundvelli hafa verið sett lög, Lag om statsrådet frá 2003, þar sem ráðuneytin eru talin upp með sama hætti og hér á landi. Finnsku lögin taka þó á fleiri atriðum og víkja meðal annars að því hvernig mál eru afgreidd innan finnska Stjórnarráðsins (bls. 69). 

Finnland
Lag om statsrådet 28.2.2003/175.

Noregur
Instruks for Regjeringen LOV-1909-03-23.

Svíþjóð
Förordning (1996:1515) med instruktion för Regeringskansliet.

Danmörk
Reglugerðir um breytingar á skiptingu verkefna milli ráðuneyta.

Umsagnir (helstu atriði): Ólík viðhorf endurspegluðust í umsögnum sem bárust um frumvarpið. Beindust þau einkum að 1. gr. sem snýr að því að ráðherra kveði á um staðsetningu stofnunar og 10. gr. b um almenna heimild til að flytja starfsmenn ríkisins til í starfi án auglýsingar.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 666 | 3.12.2014
Þingskjal 1294 | 13.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1397 | 8.6.2015
Þingskjal 1545 | 30.6.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1594 | 1.7.2015

Umsagnir