Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka sveigjanleika framkvæmdarvaldsins til að skipuleggja störf sín.
Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til almenn heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra. Lagt er til að lagalegt svigrúm við skipulagningu ráðuneyta verði aukið frá því sem nú er og hreyfanleiki starfsfólks verði meiri. Einnig er lagt til að starfræksla ráðherranefndar um ríkisfjármál og ráðherranefndar um efnahagsmál verði lögbundin.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf og reglugerðir á Norðurlöndum
Umsagnir (helstu atriði): Ólík viðhorf endurspegluðust í umsögnum sem bárust um frumvarpið. Beindust þau einkum að 1. gr. sem snýr að því að ráðherra kveði á um staðsetningu stofnunar og 10. gr. b um almenna heimild til að flytja starfsmenn ríkisins til í starfi án auglýsingar.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál