Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 31 | Þingskjöl: 4 | Nefnd: US | Staða: Úr nefnd
Markmið: Að móta heildstæða stefnumarkandi áætlun vegna uppbyggingar innviða fyrir ferðamenn.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra umhverfis- og auðlindamála skipi verkefnisstjórn sem móti áætlun um uppbyggingu innviða til tólf ára ásamt þriggja ára áætlun þar sem verkefnum er forgangsraðað og framkvæmd þeirra útfærð nánar í samræmi við tólf ára áætlunina.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um 9,5 milljónir króna árið 2015 vegna ráðningar starfsmanns. Kostnaður við framkvæmdir er ekki skilgreindur enda ræðst hann af fjárveitingum hverju sinni.
Aðrar upplýsingar: Ferðamálastofa.
Umsagnir (helstu atriði): Margar athugasemdir bárust og eru þær flestar jákvæðar gagnvart frumvarpinu en þó eru gerðar fjölmargar athugasemdir, einkum er varðar skilgreiningar og skörun við önnur lög.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Samgöngumál: Samgöngur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd