Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

426 | Grunnskólar (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.)

144. þing | 1.12.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Nefnd: AM | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að skýra betur valdmörk ráðuneyta hvað varðar kæruleiðir vegna ákvarðana sem teknar eru í grunnskólum á vegum sveitarfélaga og lúta að réttindum eða skyldum nemenda. Fjallað er um skilyrði þess að sveitarfélag feli einkaaðila rekstur grunnskóla.

Helstu breytingar og nýjungar: Allar stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á vegum grunnskóla og sveitarfélaga á grundvelli grunnskólalaga verða kæranlegar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í frumvarpinu er settur rammi um samninga til að bregðast við álitaefnum sem hafa skapast þegar samið hefur verið við einkaaðila um rekstur á allri grunnskólastarfsemi viðkomandi sveitarfélags. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um grunnskóla nr. 91/2008.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar. Þó taldi BSRB að frumvarpið fæli í sér þá grundvallarbreytingu að verið væri að veita sveitarfélögum heimild til að útvista allan rekstur grunnskóla til einkaaðila og lýsti sig andvígt henni. 

Afgreiðsla:

Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 634 | 1.12.2014
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 1076 | 17.3.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1215 | 16.4.2015
Nefndarálit    

Umsagnir

Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. (athugasemd)
Samtök sjálfstæðra skóla og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (umsögn)