Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

424 | Loftslagsmál (EES-reglur, geymsla koldíoxíðs, vistvæn ökutæki, Kyoto-bókunin)

144. þing | 1.12.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tvær tilskipanir ESB.

Helstu breytingar og nýjungar: Innleiðing á tilskipun 2009/31/EB felur í sér að óheimilt verði að geyma koldíoxíð í jarðlögum, sérefnahagslögsögu og á landgrunni en undanskilin eru rannsóknar-, þróunar- og prófunarverkefni. Innleiðing á tilskipun 2009/33/EB felur í sér að opinberir aðilar skulu við innkaup á farþega- og vöruflutningabifreiðum taka mið af líftímakostnaði farartækis vegna orkunotkunar og umhverfisáhrifa. Markmiðið með ákvæðinu er að draga úr orkunotkun og skaðlegum umhverfisáhrifum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun 2009/31/EB um föngun og geymslu koldíoxíðs í jarðlögum.

Tilskipun 2009/33/ EB um að stuðla að notkun á hreinum og orkunýtnum ökutækjum til flutninga á vegum.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar eru samþykkir frumvarpinu en Umhverfisstofnun gerir nokkrar efnislegar athugasemdir og telur einnig að skýrleika vanti.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri meginbreytingu að bætt var við lögin ákvæði um lögfestingu 4. gr. samnings Íslands og ESB varðandi skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar um loftslagsbreytingar.  

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 632 | 1.12.2014
Þingskjal 1110 | 24.3.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1111 | 25.3.2015
Þingskjal 1125 | 26.3.2015
Þingskjal 1505 | 29.6.2015
Þingskjal 1527 | 30.6.2015

Umsagnir