Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

420 | Fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ

144. þing | 1.12.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 3 | Nefnd: AV | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að staðfesta fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík.

Helstu breytingar og nýjungar: Meginefni frumvarpsins snýr að ívilnunum á sköttum og opinberum gjöldum, þ.á m. verður tekjuskattshlutfall 15% í stað 20%, tryggingagjald og fasteignaskattur verða 50% lægri  og gatnagerðargjöld 30% lægri. Þá eru ýmis önnur ákvæði um undanþágur eða afnám ákvæða til hagræðis. Samningurinn gildir í 13 ár.

Breytingar á lögum og tengd mál: Samningurinn er í meginatriðum í samræmi við frumvarp um ívilnanir til nýfjárfestinga sem nú liggur fyrir Alþingi en frumvarpið byggist í grunninn á lögum nr. 99/2010 sem féllu úr gildi 31. desember 2013.

Kostnaður og tekjur: Talið er að eftirgjöf opinberra gjalda nemi tæpum 800 milljónum á samningstímanum en ávinningur gæti verið tæpar 1.200 milljónir. Alls óvíst er með ávinning en ólíklegt er að verkefnið hafi útgjöld í för með sér umfram tekjur.

Aðrar upplýsingar: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Fréttir 30.5.2014. Fjárfestingarsamningur vegna kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík undirritaður.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar styðja flestir efnisatriði frumvarpsins en ríkisskattstjóri hefur þó ákveðnar efasemdir um sérreglur og bendir á að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki sem nýtur þessara ívilnana verði sameinað eða samskattað tengdu fyrirtæki.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 628 | 1.12.2014
Þingskjal 1259 | 4.5.2015
Þingskjal 1352 | 28.5.2015
Nefndarálit    

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 18.2.2015
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 18.2.2015