Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina undir ein lög gjaldtökuheimildir Fiskistofu.
Helstu breytingar og nýjungar: Fiskistofa fær lagaheimild til að innheimta gjöld vegna veittrar þjónustu og eftirlits stofnunarinnar á grundvelli gjaldskrár sem á að endurspegla raunkostnað.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um Fiskistofu, nr. 116/2006, ásamt fimm öðrum lögum sem tengjast heimildum Fiskistofu til innheimtu gjalda.
Kostnaður og tekjur: Útgjöld ríkissjóðs munu lækka um tæpar 53 milljónir.
Aðrar upplýsingar: Fiskistofa
Umsagnir (helstu atriði): Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi leggjast gegn frumvarpinu í umsögn og segja það opna um of á heimildir Fiskistofu til innheimtu ýmissa gjalda án rökstuðnings.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar