Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Markmið frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð um almannavarnir og valdheimildir æðstu stjórnar ríkisins til að grípa til sérstakra neyðarráðstafana gagnvart stofnunum og fyrirtækjum sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar til þess að bregðast við ógnum sem beinast að mikilvægum samfélagslegum innviðum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannavarnir nr. 82/2008.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi teljandi áhrif á núverandi stjórnsýslukostnað ríkissjóðs í þessum málaflokki.
Afgreiðsla: Mælt var fyrir frumvarpinu en fyrstu umræðu var ekki lokið.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti