Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að framlengja gildistíma laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki um fimm ár.
Helstu breytingar og nýjungar: Ekki er um efnisbreytingar að ræða en nokkrum atriðum sem snúa að framkvæmd laganna er breytt með tilliti til nýrrar reglugerðar ESB.
Breytingar á lögum og tengd mál: Framlengja á lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr. 152/2009.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif fyrr en 2016 en þá má gera ráð fyrir að útgjöld vegna stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki verði um 120 milljónir króna.
Aðrar upplýsingar:
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hvaða ríkisaðstoð er heimiluð samkvæmt EES-samningnum?
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 um almenna hópundanþágu.
Umsagnir (helstu atriði): Ein jákvæð athugasemd barst og var tekið tillit til hennar.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingu.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menntamál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti