Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja slysatryggðum bætur vegna vinnuslysa og annarra tiltekinna slysa óháð tekjum hins slysatryggða. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar.
Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu eru gildandi ákvæði almannatryggingalaga um slysatryggingar færð í sérlög án þess að gerðar séu efnisbreytingar á þeim.
Breytingar á lögum og tengd mál: Samhliða frumvarpinu leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram frumvarp til laga um almannatryggingar.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum voru gerðar athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Meðal þeirra voru athugasemdir við 5. gr. frumvarpsins sem varðar skilgreiningu á slysi.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með breytingum á bótaupphæðum og nýjum greinum um samspil og skörun bóta og ákvörðun bóta.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál