Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

391 | Haf- og vatnarannsóknir (heildarlög)

144. þing | 17.11.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 4 | Nefnd: AV | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að sameina Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun 1. janúar 2016.

Helstu breytingar og nýjungar: Ekki er um efnisbreytingar að ræða varðandi starfsemi stofnananna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Felld verða úr gildi lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, sem Hafrannsóknastofnun starfar eftir og lög um Veiðimálastofnun, nr. 59/2006.

Kostnaður og tekjur: Talið er að þegar til lengri tíma sé litið náist fram hagræðing en í byrjun mun falla til kostnaður vegna húsnæðis og biðlaunaréttar, allt að 250 milljónum króna. 

Aðrar upplýsingar:

Hafrannsóknastofnun.

Veiðimálastofnun.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti - greinargerð vegna mats á möguleikum til frekari samþættingar við framkvæmd verkefna stofnana ráðuneytisins (2010). ParX: Reykjavík. 

 

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en stéttarfélög hafa nokkar áhyggjur af réttarstöðu og starfsöryggi starfsmanna.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 529 | 17.11.2014
Þingskjal 1332 | 26.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1333 | 26.5.2015
Þingskjal 1416 | 11.6.2015
Nefndarálit    

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 14.1.2015
Veiðimálastofnun (umsögn)