Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AM | Staða: Úr nefnd
Markmið: Að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir því að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður. Einnig er lagt til að felld verði brott ákvæði mannanafnalaga varðandi ættarnöfn, ákvæði um að stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn, ákvæði um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um mannanöfn nr. 45/1996.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Flestir þeirra sem veittu umsagnir töldu nauðsynlegt að eftirlit væri með mannanöfnum. Þó voru margir sammála því að æskilegt væri að auka svigrúm til að velja nafn. Bent var á nauðsyn heildarendurskoðunar mannanafnalaga.
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd með frávísunartillögu til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi