Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

365 | Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar (aukin verkefni kirkjuþings)

144. þing | 7.11.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (10.12.2014)

Samantekt

Markmið: Að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar. 

Helstu breytingar og nýjungar: Ýmis verkefni og ákvörðunarvald er fært til kirkjuþings og ákvæði þess efnis að það sé æðsta vald þjóðkirkjunnar eru gerð skýrari. Stjórn fjármála þjóðkirkjunnar er færð til kirkjuþings. Lagt er til að kirkjuþing setji ákvæði í starfsreglur um kirkjuaga innan þjóðkirkjunnar, lausn ágreiningsmála og agabrot.  

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970.
Lög um kirkjumálasjóð nr. 138/1993.

Lög um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.  

Umsagnir (helstu atriði): Ein umsögn barst þar sem athugasemdir voru gerðar við nokkrar greinar frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan

Þingskjöl

Þingskjal 482 | 7.11.2014

Umsagnir