Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

363 | Yfirskattanefnd o.fl. (verkefni ríkistollanefndar o.fl.)

144. þing | 6.11.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda stjórnsýslu skattamála.

Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingarnar tengjast hlutverki og störfum yfirskattanefndar, þ.á m. að yfirskattanefnd taki við verkefnum ríkistollanefndar, úrskurðarvald yfirskattanefndar verði endurskilgreint og að bera megi ákvarðanir um alla þætti skattamála undir dómstóla.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um yfirskattanefnd nr. 30/1992 og þremur öðrum lögum þar sem vísað var til ríkistollanefndar.

Kostnaður og tekjur: Hefur líklega ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Yfirskattanefnd.

Ríkistollanefnd.

Umsagnir (helstu atriði): Þrjár jákvæðar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 480 | 6.11.2014
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 697 | 9.12.2014
Þingskjal 731 | 12.12.2014
Þingskjal 747 | 15.12.2014

Umsagnir