Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

322 | Almannatryggingar (bótaréttur, stjórnsýsla, EES-reglur o.fl.)

144. þing | 22.10.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar með það að markmiði að auka skýrleika og lagfæra hnökra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á ákvæðum um stjórnsýslu Tryggingastofnunar.
Einnig eru lögð til ákvæði til að sporna gegn víxlverkunum örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða.
Lagðar eru til breytingar sem lúta að greiðslu bóta, réttarstöðu sambýlisfólks, greiðslum til fanga og til þriðja aðila.
Vinnusamningar öryrkja færast frá Tryggingastofnun til Vinnumálastofnunar og lagt er til að IV. kafli laganna, sem fjallar um slysatryggingar, falli brott. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Samhliða frumvarpinu leggur heilbrigðisráðherra fram frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði): Meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum var ákvæði um heimildir ráðherra til að ákveða staðsetningu Tryggingastofnunar og þjónustustöðva hennar. Ákvæði um að fella niður bætur til lífeyrisþega sem afplána refsivist var gagnrýnt og gerðar voru athugasemdir við 11. gr. frumvarpsins um greiðslur til þriðja aðila, auk fleiri greina.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 393 | 22.10.2014
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 1270 | 11.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1271 | 11.5.2015
Þingskjal 1296 | 15.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1477 | 25.6.2015
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1592 | 1.7.2015
Þingskjal 1603 | 2.7.2015

Umsagnir

Velferðarnefnd | 18.12.2014
Jafnréttisstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.3.2015
Öryrkjabandalag Íslands (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) (athugasemd)
Velferðarnefnd | 6.1.2015
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 4.12.2014