Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar með það að markmiði að auka skýrleika og lagfæra hnökra.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Samhliða frumvarpinu leggur heilbrigðisráðherra fram frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum var ákvæði um heimildir ráðherra til að ákveða staðsetningu Tryggingastofnunar og þjónustustöðva hennar. Ákvæði um að fella niður bætur til lífeyrisþega sem afplána refsivist var gagnrýnt og gerðar voru athugasemdir við 11. gr. frumvarpsins um greiðslur til þriðja aðila, auk fleiri greina.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins