Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 37 | Þingskjöl: 10 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða tilskipun ESB.
Helstu breytingar og nýjungar: Settar eru í íslensk lög reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns auk ákvæða er snúa að neytendavernd.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á raforkulögum nr. 65/2003.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku.
Fréttatilkynning á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um frumvarpið með tenglum í gögn sem tengjast málinu 22.10.2014.
Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir umsagnaraðila tengjast einkum hugsanlegum hagsmunaárekstrum Landsnets og skipulagsvaldi sveitarfélaga.
Afgreiðsla: Lítilsháttar breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Bætt var við ákvæði um að ráðherra ætti að leggja fram á Alþingi á fjögurra ára fresti, eigi síðar en í október 2016, tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti