Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

257 | Sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög)

144. þing | 15.10.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 59 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (13.11.2014)

Samantekt

Markmið: Að starfrækja sérhæfða þjónustumiðstöð sem annast ráðgjöf, greiningu, meðferð, hæfingu og endurhæfingu á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til sameining á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöð og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Einnig verður TMF Tölvumiðstöð hluti af nýrri stofnun. 

Lagt til að stofnuninni verði falinn rekstur og umsýsla sérfræðiteymis sem starfar skv. 14. gr. laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, en því er ætlað að veita ráðgjöf um aðferðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.

Breytingar á lögum og tengd mál: Verði frumvarpið að lögum falla eftirfarandi lög úr gildi:
Lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins nr. 83/2003.
Lög um Heyrnar- og talmeinastöð nr. 42/2007.
Lög um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga nr. 160/2008

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust. Meðal annars voru gerðar athugasemdir við skilgreiningar hugtaka í frumvarpinu, varað var við aukinni gjaldtöku og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun og miklu álagi sem nú er á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Margir lýstu jafnframt efasemdum um að sameining væri tímabær og að hún leiddi til fjárhagslegs ávinnings. Ýmsir lýstu þó stuðningi við frumvarpið en aðrir mæltu gegn samþykkt þess.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 295 | 15.10.2014
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir

Umsagnir

Velferðarnefnd | 7.11.2014
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.11.2014
Barnaverndarstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.11.2014
Blindrafélagið (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Einhverfusamtökin (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.11.2014
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Háskóli Íslands (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Heyrn ehf (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Heyrnarhjálp (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.11.2014
Iðjuþjálfafélag Íslands og Félag sjúkraþjálfara (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.11.2014
Jafnréttisstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.11.2014
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Málbjörg,félag (umsögn)
Velferðarnefnd | 18.11.2014
Mosfellsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 3.2.2015
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 12.11.2014
Velferðarnefnd | 10.11.2014
Velferðarnefnd | 25.11.2014
Velferðarráðuneytið (minnisblað)