Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

243 | Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins (heildarlög)

144. þing | 9.10.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að viðurkenna Rauða krossinn á Íslandi með formlegum hætti í lögum.

Helstu breytingar og nýjungar: Skýrt er kveðið á um stöðu Rauða kross Íslands sem sjálfstæðs og óháðs félags sem starfi að mannúðarmálum í samræmi við Genfarsamningana. Merki félagsins er veitt sérstök vernd gegn misnotkun og kveðið á um að öðrum en Rauða krossinum sé óheimilt að nota nafn félagsins og merki til auðkenningar á starfsemi, þjónustu eða vöru eða í öðrum sambærilegum tilgangi.

Kostnaður og tekjur: Ekki er reiknað með auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Genfarsamningarnir.
Viðbótarbókun við Genfarsamningana frá 8. desember 2005 (III. bókun).


Löggjöf á Norðurlöndum
Finnland
Lag om Finlands Röda Kors 25.2.2000/238.
Lag om användningen av vissa internationellt skyddade beteckningar 21.12.1979/947.

Svíþjóð
Lag (2014:812) om skydd för kännetecken i den internationella humanitära rätten.

Noregur
Anerkjennelse av Norges Røde Kors' rett til til bruk av navn og emblem som Norges nasjonale forening i samsvar med Genève-konvensjonene FOR-2009-08-21-1148.

Danmörk
Cirkulæreskrivelse om Røde Kors-mærket CIS nr 9738 af 21/03/2002.

Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir bárust.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að merki Rauða hálfmánans og Rauða kristalsins voru einnig skilgreind í lagatextanum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 272 | 9.10.2014
Þingskjal 498 | 11.11.2014
Þingskjal 553 | 19.11.2014
Þingskjal 569 | 19.11.2014