Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að viðurkenna Rauða krossinn á Íslandi með formlegum hætti í lögum.
Helstu breytingar og nýjungar: Skýrt er kveðið á um stöðu Rauða kross Íslands sem sjálfstæðs og óháðs félags sem starfi að mannúðarmálum í samræmi við Genfarsamningana. Merki félagsins er veitt sérstök vernd gegn misnotkun og kveðið á um að öðrum en Rauða krossinum sé óheimilt að nota nafn félagsins og merki til auðkenningar á starfsemi, þjónustu eða vöru eða í öðrum sambærilegum tilgangi.
Kostnaður og tekjur: Ekki er reiknað með auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Genfarsamningarnir.
Viðbótarbókun við Genfarsamningana frá 8. desember 2005 (III. bókun).
Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir bárust.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að merki Rauða hálfmánans og Rauða kristalsins voru einnig skilgreind í lagatextanum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti