Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

207 | Úrskurðarnefnd velferðarmála (heildarlög)

144. þing | 8.10.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 29 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka hagkvæmni og bæta vinnubrögð með því að sameina sjö úrskurðar- og kærunefndir í eina nefnd.

Helstu breytingar og nýjungar:

Sjö nefndir af þeim níu sem nú starfa á málefnasviði velferðarráðuneytisins verða sameinaðar. Í nýju nefndinni verða níu nefndarmenn í stað 21 í eldri nefndum. Formaður og tveir varaformenn verða skipaðir í fullt starf.
Ekki er gert ráð fyrir að kærunefnd jafnréttismála falli undir úrskurðarnefnd velferðarmála að svo stöddu. Það sama á við um úrskurðarnefnd um ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs verði 49,3 milljónum kr. hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2014.

Aðrar upplýsingar: Kærunefndir á vegum velferðarráðuneytisins.

Umsagnir (helstu atriði): Í mörgum umsögnum kom fram stuðningur við markmið frumvarpsins. Umsagnaraðilar lýstu margir þeim áhyggjum að vegna fjölda málaflokka sem undir úrskurðarnefndina heyra muni skorta nægilega sérfræðiþekkingu á einstaka málaflokkum.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 233 | 8.10.2014
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 1268 | 11.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1269 | 11.5.2015
Þingskjal 1295 | 15.5.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 1553 | 1.7.2015
Þingskjal 1586 | 1.7.2015

Umsagnir

Velferðarnefnd | 7.11.2014
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.11.2014
Barnaverndarstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.3.2015
Barnaverndarstofa, um brtt. (umsögn)
Velferðarnefnd | 6.11.2014
Velferðarnefnd | 6.11.2014
Jafnréttisstofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 4.11.2014
Neytendasamtökin og Húseigendafélagið. (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.11.2014
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.3.2015
Umboðsmaður barna, um brtt. (umsögn)
Velferðarnefnd | 6.11.2014
Velferðarnefnd | 2.12.2014
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 9.12.2014
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 5.2.2015
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)