Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 48 | Þingskjöl: 13 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda virðisaukaskattskerfið og draga úr neyslustýringu.
Helstu breytingar og nýjungar: Almenna virðisaukaskattsþrepið verður lækkað úr 25,5% niður í 24%. Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 7% í 12% og virðisaukaskattsskylda vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni (12%) verður tekin upp. Vörugjöld verða aflögð og barnabætur hækkaðar um 1,3 milljarða króna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og lögum
nr. 90/2003 um tekjuskatt og fella úr gildi lög nr. 97/1987 um vörugjald.
Kostnaður og tekjur: Tekjur ríkissjóðs lækka um 3,7 milljarða kr.
Umsagnir (helstu atriði): Fjölmargar athugasemdir bárust og voru skoðanir skiptar um ágæti frumvarpsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt eftir töluverðar breytingar þ.á m. var neðra þrepið hækkað í 11% og virðisaukaskattsskyldu vegna fólksflutninga var frestað til 1. jan. 2016.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar