Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að núgildandi lög standist grundvallarkröfu stjórnskipunarréttar um lagastoð.
Helstu breytingar og nýjungar: Breytingarnar varða hæfi dyravarða á veitinga- og skemmtistöðum og kröfur sem gerðar eru til þeirra en þeir verða að vera 20 ára og mega ekki hafa gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Umsögn barst frá ASÍ sem studdi frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta