Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

154 | Vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu (heildarlög, EES-reglur)

144. þing | 23.9.2014 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að vernda afurðarheiti sem hafa sérstöðu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Sett verður upp gæðakerfi fyrir afurðir með því að veita afurðarheitum, sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, vernd gegn því að aðrir aðilar geti notað heitið í markaðssetningu. Framleiðendur og einstaklingar geta sótt um skráningu á afurðarheiti hjá Matvælastofnun sem hefur eftirlit með notkun skráðra afurðarheita.

Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf lítilsháttar breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997.

Kostnaður og tekjur: Eykur kostnað ríkissjóðs um 1-2 milljónir kr.

Aðrar upplýsingar:

Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun. (2012) Reykjavík: Samtök iðnaðarins. 

Fréttir og glærur af vef Samtaka iðnaðarins um skýrsluna um vernd vöruheita. September 2012.

Matmerk Samtök um norska matarmenningu.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1151/2012 frá 21. nóvember 2012 um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust með jákvæðum ábendingum.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem styrkja megintilgang laganna.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 157 | 23.9.2014
Þingskjal 726 | 12.12.2014
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 727 | 12.12.2014
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 781 | 16.12.2014
Þingskjal 788 | 16.12.2014
Flutningsmenn: Jón Gunnarsson
Þingskjal 806 | 16.12.2014

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 10.11.2014
Atvinnuveganefnd | 28.10.2014
Einkaleyfastofan (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 5.12.2014
Einkaleyfastofan, um 15. gr. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 12.12.2014
Einkaleyfastofan (athugas. við 24. gr. frv. og brtt. á 30. gr.) (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 24.10.2014
Stjörnuegg hf. (umsögn)