Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda lagaumhverfi varðandi einkahlutafélög og hlutafélög.
Helstu breytingar og nýjungar: Breytingarnar miða að því að gera einstaklingum og lögaðilum kleift að útbúa og undirrita rafrænt stofngögn vegna stofnunar hlutafélaga og einkahlutafélaga og senda til hlutafélagaskráar á einfaldan og öruggan hátt. Aðrar breytingar eiga meðal annars að auka jafnræði meðal hluthafa og koma í veg fyrir að félag geti haft ótilhlýðileg áhrif á verðmyndun hlutabréfa með kaupum á eigin hlutum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 og lögum um ársreikninga nr. 3/2006.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar jákvæðar umsagnir bárust.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum er varða kaup hlutafélags á eigin hlutum á skráðum markaði.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti