Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri.
Helstu breytingar og nýjungar:
Gert er ráð fyrir að sett verði ákveðin skilyrði fyrir ívilnunum, t.d. að að minnsta kosti 75% af fjárfestingarkostnaði verði fjármögnuð án ríkisaðstoðar og að lágmarki 20% af eigin fé auk þess þurfi nýfjárfestingin að skapa að minnsta kosti 20 ársverk. Þá flokkist sérstakar ívilnanir undir byggðaaðstoð, þ.e. ívilnanir sem takmarkist við ákveðin svæði á Íslandi þar sem heimilt er að veita byggðaaðstoð samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið og með samþykki ESA. Þær ívilnanir sem lagðar eru til felast í frávikum frá sköttum og gjöldum, þ.e. í tekjum sem ríkissjóður verður af eða svonefndum skattastyrkjum, fremur en í beinum útgreiðslum sem færast á gjaldahlið ríkissjóðs.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er ræða ný lög en þau byggjast í grunninn á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi nr. 99/2010, sem féllu úr gildi í lok árs 2013.
Kostnaður og tekjur: Ekki er hægt að leggja mat á tekjur eða gjöld vegna þessa.
Aðrar upplýsingar:
Upplýsingasíða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um ívilnanir vegna nýfjárfestinga.
Byggðakort fyrir Ísland árin 2014-2020. Byggðastofnun.
Leiðbeinandi reglur Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisaðstoð, State aid guidelines.
Upplýsingar fyrir stjórnvöld í Evrópu um beitingu styrkjakerfisins European Fund for Strategic Investments (EFSI) 2014-2010.
Finnland
Upplýsingar um stefnu varðandi erlendar fjárfestingar í Finnlandi.
Lag om statens specialfinansieringsbolag 18.6.1998/443 (um ríkisframlög).
Lag om statsgarantifonden 18.6.1998/444 (um ríkisábyrgðasjóð).
Noregur
Lov om Innovasjon Norge LOV-2003-12-19-130 (um fjárfestingarsjóð sem starfar eftir reglum um nýfjárfestingar).
Forskrift om virkeområdet for distriktsrettet investeringsstøtte og regional transportstøtte FOR-2014-06-17-807.
Annað
Skömmu eftir að atvinnuveganefnd skilaði nefndaráliti eftir 2. umræðu undirritaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra ívilnunarsamning við Matorku sem byggði á væntanlegri samþykkt þessa frumvarps. Fram fór sérstök umræða í þingsal 23.3.2015.
Umsagnir (helstu atriði): Almennt eru umsagnir jákvæðar um markmið laganna en gerðar eru athugasemdir við að einkum sé miðað við "hefðbundin" framleiðslufyrirtæki.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem lúta meðal annars að frekari ívilnunum vegna gjalda en jafnframt ber að leggja sjálfstætt mat á arðsemi verkefna áður en tekin er afstaða til ívilnunar.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Byggðamál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti