Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að innleiða ESB-gerðir um umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk og styrkja framkvæmd evrópska og norræna umhverfismerkisins hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Tilskipanir ESB, um tiltekin loftmengunarefni og gæði andrúmslofts, verða styrktar í íslenskum rétti. Einnig verða skýrðar reglur um notkun umhverfismerkisins Svansins og evrópska umhverfismerkisins Blómsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um 44,5 milljónir en ekki er gert ráð fyrir þeim útgjaldaauka í frumvarpi til fjárlaga 2014.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun 2001/81/EB um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni (þaktilskipunin).
Tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu (loftgæðatilskipunin).
Svanurinn, norræna umhverfismerkið.
Blómið, umhverfismerki ESB.
Umsagnir (helstu atriði): Í sameiginlegri athugasemd samtaka í atvinnurekstri koma fram ýmsar ábendingar varðandi framkvæmd væntanlegra laga og á hvern hátt þau eru frábrugðin því sem er í öðrum löndum.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti