Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

92 | Skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. (aukin neytendavernd, EES-reglur)

143. þing | 14.10.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins, 2008/122/EB, frá 14. janúar 2009, um neytendavernd að því er varðar tiltekna þætti skiptileigusamninga, samninga um orlofskosti til langs tíma, endursölu- og skiptasamninga.

Helstu breytingar og nýjungar: Með tilskipuninni er neytendavernd aukin og neytendur njóta rýmri réttar til að falla frá samningi. Tilskipunin kveður einnig á um fulla samræmingu reglna á Evrópska efnahagssvæðinu. Það þýðir að einstök ríki geta ekki sett reglur sem ganga lengra eða skemur en segir í tilskipuninni. Neytendur jafnt sem seljendur geta gengið að því vísu að reglur landanna séu að öllu leyti þær sömu.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Frumvarpið er lagt fram að nýju með breytingum sem allsherjar- og menntamálanefnd lagði til á 141. þingi.
Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að óverulegur kostnaður falli til hjá Neytendastofu.

Umsagnir (helstu atriði): Umsögn barst frá Neytendastofu. Þar var meðal annars gerð athugasemd við skilgreiningu á hugtakinu neytandi, bent á að betra væri að skylda seljanda til að nota stöðluð eyðublöð til upplýsingagjafar auk þess sem lagðar voru til orðalagsbreytingar.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð óbreytt að lögum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 92 | 14.10.2013
Þingskjal 170 | 5.11.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 227 | 19.11.2013

Umsagnir