Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að setja sérstök lög um markaðssetningu á byggingarvörum og innleiða tilskipun ESB.
Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingarnar eru þær að kveðið er skýrar en áður á um ábyrgð, hlutverk og skyldur aðila, svo sem framleiðenda, innflytjenda, dreifenda og markaðseftirlitsstofnana.
Breytingar á lögum og tengd mál: Í lögum nr. 160/2010, VIII. kafla, er fjallað um viðskipti með byggingarvörur. Gert er ráð fyrir að sá kafli verði felldur brott.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með frumvarpinu.
Umsagnir (helstu atriði): Gerðar eru fáar minni háttar athugasemdir.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti