Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að breyta núgildandi lögum til bráðabirgða varðandi veiðigjöld fiskveiðiársins 2014-2015.
Helstu breytingar og nýjungar: Veiðigjöld verði ákveðin sem föst krónutala á afla úr sjó og þeim verði jafnað niður á grundvelli útreiknings á afkomustuðlum nytjastofna sem byggjast á reiknaðri framlegð við veiðiúthald úr einstökum stofnum. Einnig er ákvæði um breytingar á frítekjumarki vegna sérstaks veiðigjalds.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 1 milljarð króna árið 2014 og 1,8 milljarða króna árið 2015.
Aðrar upplýsingar:
Fréttatilkynning ráðuneytisins, 23. apríl 2014, um framlagningu frumvarpsins.
Stjórn fiskveiða, tenglasafn upplýsingaþjónustunnar.
Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust en fáar efnislegar athugasemdir.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum sem gilda til eins árs. Ákveðið var að kalla saman nefnd fulltrúa allra þingflokka til að fjalla um fyrirhugað fyrirkomulag sérstaks veiðigjalds.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Enn byggt á gömlum gögnum. [fréttaskýring] Morgunblaðið 25.4.2014.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti