Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

567 | Ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi (heildarlög)

143. þing | 23.4.2014 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri.

Helstu breytingar og nýjungar: Árleg velta fyrirhugaðs fjárfestingarverkefnis þarf að nema að minnsta kosti 300 m.kr. eða  skapa að minnsta kosti 20 ársverk á fyrstu tveimur árum þess. Að minnsta kosti 75% af fjárfestingarkostnaði verði fjármögnuð án ríkisaðstoðar og þar af verði að lágmarki 20% fjármögnuð af eigin fé. Almennt er gert ráð fyrir að ívilnanir geti numið allt að 15% af skilgreindum fjárfestingarkostnaði. Þá er gert ráð fyrir að skatthlutfall fasteignaskatts skuli vera 50% lægra en lögbundið lágmark kveður á um og undanþágur eru frá tollum og vörugjöldum vegna innflutnings og kaupa á byggingarefnum, vélum, tækjum o.fl.

Breytingar á lögum og tengd mál: Ný lög sem byggja á grunni laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, sem féllu úr gildi í árslok 2013.

Kostnaður og tekjur: Ekki eru forsendur til að leggja mat á hugsanlegan kostnað eða ábata.

Aðrar upplýsingar:

Upplýsingasíða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um ívilnanir vegna nýfjárfestinga.

Byggðakort fyrir Ísland 2014-2020 samþykkt af ESA.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir málinu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 988 | 23.4.2014