Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að tryggja að jafnræðis sé gætt varðandi rétt námsmanna sem stunda nám fjarri heimabyggð til húsaleigubóta. Einnig að tryggja rétt þeirra til húsaleigubóta sem hafa afnot af íbúðarhúsnæði sem selt hefur verið nauðungarsölu.
Helstu breytingar og nýjungar: Undanþága frá lögheimilisskilyrði námsmanna er útvíkkuð þannig að hún nái einnig til leigjenda sem stunda nám innan þess sveitarfélags sem þeir áttu lögheimili í þegar námið hófst þurfi þeir að búa annars staðar innan sveitarfélagsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að lögfesting frumvarpsins hafi teljandi áhrif á greiðslur ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta.
Aðrar upplýsingar: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Samfélagsmál: Félagsmál | Mennta- og menningarmál: Menntamál