Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

524 | Seðlabanki Íslands (eiginfjárviðmið og ráðstöfun hagnaðar)

143. þing | 31.3.2014 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.5.2014)

Samantekt

Markmið: Að koma betri festu á fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og Seðlabankans.

Helstu breytingar og nýjungar: Þegar hagnaður er á starfsemi Seðlabanka Íslands verði honum varið til greiðslu í ríkissjóð enda sé hann ekki lagður við eigið fé. Ef mat á eigin fé bankans reynist vera undir eiginfjárviðmiðum skal leggja árlegan hagnað við eigið fé hans, að því marki sem þörf er á til að þeim verði náð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.

Kostnaður og tekjur: Skuldsetning ríkissjóðs lækkar um 26 milljarða kr. og með því dregur úr vaxtakostnaði um 1,3 milljarða kr.

Aðrar upplýsingar: Seðlabanki Íslands.

Umsagnir (helstu atriði): Ein umsögn barst og var hún jákvæð.

Afgreiðsla: Málið var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd í þinglok.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 885 | 31.3.2014
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson

Umsagnir