Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

520 | Flutningur netöryggissveitar til ríkislögreglustjóra (breyting ýmissa laga)

143. þing | 31.3.2014 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Í 1. umræðu

Samantekt

Markmið: Að heimila að færa starfsemi netöryggissveitar frá Póst- og fjarskiptastofnun til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Helstu breytingar og nýjungar: Starfsemi netöryggissveitarinnar verður lögfest. Póst- og fjarskiptastofnun verður heimilt að útvista verkefnum hennar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í þeim tilgangi að forðast mögulega hagsmunaárekstra og bæta viðbúnað og viðbrögð vegna atvika sem snerta net- og upplýsingakerfi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, lögreglulögum, nr. 90/1996, og lögum um almannavarnir, nr. 82/2008.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 881 | 31.3.2014