Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að lækka höfuðstól verðtryggðra fasteignaveðlána.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra verði heimilað að gera samkomulag við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki um breytingu á verðtryggðum fasteignaveðlánum einstaklinga á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.
Kostnaður og tekjur: Í fjárlögum ársins 2014 er gert ráð fyrir 20 milljarða króna útgjöldum vegna þessa málefnis en stefna stjórnvalda er að nettóáhrif á ríkissjóð verði lítil sem engin. Í áliti skrifstofu opinberra fjármála segir meðal annars að í frumvarpinu séu ekki allar forsendur aðgerðanna afmarkaðar fyrir fram með þeim hætti að beinlínis verði ráðið af ákvæðum þess hver hugsanlegur heildarkostnaður ríkissjóðs gæti orðið.
Aðrar upplýsingar:
Kynning forsætisráðuneytis á aðgerðum ríkisstjórnarinnar, 26. mars 2014.
Kynning ríkisstjórnarinnar á fyrirhuguðum aðgerðum í skuldamálum, 30. nóvember 2013.
Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust og í flestum þeirra er lýst yfir efasemdum um gagnsemi frumvarpsins, það hafi of mikinn kostnað í för með sér eða að tilteknir hópar muni ekki njóta ávinnings af samþykkt þess.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti