Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

484 | Séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar (höfuðstólslækkun húsnæðislána)

143. þing | 26.3.2014 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 10 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána.

Helstu breytingar og nýjungar: Um er að ræða úrræði sem heimilar fólki ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á veðlán sem tekin voru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þessi leið er skattfrjáls og gildir í þrjú ár vegna ráðstöfunar iðgjalda inn á lán en í fimm ár vegna húsnæðissparnaðar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál.

Kostnaður og tekjur:

Í fjárlögum ársins 2014 er gert ráð fyrir 20 milljarða króna útgjöldum vegna þessa málefnis en stefna stjórnvalda er að nettóáhrif á ríkissjóð verði lítil sem engin. Í áliti skrifstofu opinberra fjármála segir meðal annars að í frumvarpinu séu ekki allar forsendur aðgerðanna afmarkaðar fyrir fram með þeim hætti að beinlínis verði ráðið af ákvæðum þess hver hugsanlegur heildarkostnaður ríkissjóðs gæti orðið. 

Aðrar upplýsingar:

Kynning forsætisráðuneytis á aðgerðum ríkisstjórnarinnar, 26. mars 2014.

Kynning ríkisstjórnarinnar á fyrirhuguðum aðgerðum í skuldamálum, 30. nóvember 2013.

Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust og nokkrar efnislegar athugasemdir sem sumar hverjar voru felldar inn í frumvarpið áður en það varð að lögum.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 836 | 26.3.2014
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1070 | 9.5.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 1071 | 9.5.2014
Þingskjal 1073 | 12.5.2014
Flutningsmenn: Oddný G. Harðardóttir
Þingskjal 1092 | 12.5.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 1119 | 14.5.2014
Þingskjal 1135 | 14.5.2014
Flutningsmenn: Oddný G. Harðardóttir
Þingskjal 1153 | 15.5.2014
Þingskjal 1159 | 15.5.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 1238 | 16.5.2014

Umsagnir