Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

481 | Örnefni (heildarlög)

143. þing | 26.3.2014 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 2 | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að stuðla að verndun örnefna og nafngiftahefða sem hluta af íslenskum menningararfi. 

Helstu breytingar og nýjungar: Stjórnsýsla við skráningu örnefna er skýrð og samræmd svo að nafngiftir endurspegli sem best raunveruleikann. Ábyrgð á nafngiftum og skráningu þeirra flyst til sveitarfélaga. Fulltrúum í örnefnanefnd verður fjölgað úr þremur í fjóra og skulu allir hafa sérþekkingu á íslensku máli, örnefnum og staðfræði. Lagt er til að örnefnagrunnur Landmælinga Íslands verði aðgengilegur í stafrænu formi án gjaldtöku.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir jafnframt gerðar við einstaka greinar frumvarpsins.

Afgreiðsla: Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvarpið með lítils háttar breytingum til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 832 | 26.3.2014
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 1160 | 15.5.2014

Umsagnir

Landmælingar Íslands (örnefni á vefnum) (upplýsingar)