Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

426 | Fjármálastöðugleikaráð (heildarlög)

143. þing | 18.3.2014 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stofna fjármálastöðugleikaráð sem hefur það hlutverk að efla fjármálastöðugleika og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

Helstu breytingar og nýjungar: Meðal verkefna ráðsins er að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika, að meta stöðu efnahagsmála og áhættu í fjármálakerfinu og að skilgreina aðgerðir sem eru nauðsynlegar hverju sinni til að varðveita fjármálastöðugleika.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en nefnd um fjármálastöðugleika hefur starfað frá árinu 2010.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Drög að frumvarpi um fjármálastöðugleika. Fjármála- og efnhagsráðuneytið, 26. apríl 2013.

Skýrsla atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um undirbúning lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi, 614. mál 141. löggjafarþing,  21. febrúar 2013.

Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins, 778. mál 140. löggjafarþing, 11. maí 2012.

Samkomulag efnahags- og viðskiptaráðuneytis, forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað, 6. júlí 2010.

 

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir með jákvæðum athugasemdum.

Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 765 | 18.3.2014
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1146 | 14.5.2014
Þingskjal 1213 | 16.5.2014
Þingskjal 1265 | 16.5.2014

Umsagnir