Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að fá ný lög um stimpilgjald í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA.
Helstu breytingar og nýjungar: Gjaldskyldan nær einungis til þeirra skjala er varða eignayfirfærslu fasteigna hér á landi. Ekki verður lengur skylt að greiða stimpilgjald vegna lánsskjala, þ.m.t. vegna skilmálabreytinga á lánsskjölum, vegna hlutabréfa, kaupmála, leigusamninga og þess háttar. Lagt er til að stimpilgjaldið verði 0,8% þegar rétthafi er einstaklingur en 1,6% þegar rétthafi er lögaðili.
Breytingar á lögum og tengd mál: Fella á úr gildi lög nr. 36/1978 um stimpilgjald.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Endurskoðun laga nr. 36/1978, um stimpilgjald: Skýrsla starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis (2013). Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Umsagnir (helstu atriði): Gerðar eru nokkrar athugasemdir sem einkum beinast að því að gera lögin skýrari.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem þó hafa ekki áhrif á meginefni frumvarpsins.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar