Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að draga úr umstangi og skriffinnsku vegna erlendrar fjárfestingar.
Helstu breytingar og nýjungar: Nefnd um beina erlenda fjárfestingu verði lögð niður og tilkynningarskylda um erlendar fjárfestingar taki eingöngu til þeirra tilvika þar sem sérstakar takmarkanir gilda um þær.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Starfshópur skipaður af iðnaðarráðherra (2010). Tillögugerð um stefnu stjórnvalda varðandi erlenda fjárfestingu.
Fjárfestingarvaktin (2013). Fjárfestingarvaktin: Tillögur til ráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs í því skyni.
Umsagnir (helstu atriði): Fáar umsagnir með litlum athugasemdum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti