Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB um losun og móttöku úrgangs frá skipum.
Helstu breytingar og nýjungar: Gerð er sú krafa að í öllum höfnum á landinu verði til staðar aðstaða fyrir móttöku úrgangs frá skipum auk þess að lagðar verða þær skyldur á skipstjóra skipa sem koma til hafnar að skila öllum úrgangi frá skipi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, og einnig að gera lítils háttar breytingar á hafnalögum, nr. 61/2003.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs en hugsanlegum útgjaldaauka sveitarfélaga verði mætt með gjaldtöku.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/59/EB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi skipa og farmleifum.
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust með minni háttar athugasemdum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Mengun | Samgöngumál: Samgöngur | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd