Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

375 | Smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi (ívilnanir og sköttum og gjöldum o.fl.)

143. þing | 10.3.2014 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að staðfesta fjárfestingarsamning við Algalíf Iceland ehf.

Helstu breytingar og nýjungar: Tekjuskattshlutfall félagsins verður 18% í stað 20%, félagið verður undanþegið stimpilgjöldum, almenna tryggingagjaldið og fasteignaskattur verða 50% lægri en áskilið er. Þá eru ýmis önnur gjöld lægri og félagið er undanþegið nokkrum ákvæðum laga um einkahlutafélög og eignarrétt en þau varða búsetu og ríkisfang eigenda og stjórnenda félagsins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Samningurinn byggir á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, nr. 99/2010, sem féllu úr gildi í árslok 2013.

Kostnaður og tekjur: Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir gætu tekjur ríkissjóðs aukist um 100 milljónir króna á ári en yrðu nokkuð hærri ef þessa samnings nyti ekki við.

Aðrar upplýsingar:

Ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Upplýsingar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Iðnaðarráðuneyti (2009). Ívilnanir til eflingar fjárfestingum í atvinnurekstri: Skýrsla starfshóps

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar jákvæðar umsagnir bárust.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 686 | 10.3.2014
Þingskjal 1074 | 12.5.2014
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1268 | 16.5.2014

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 28.3.2014
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.3.2014
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.4.2014