Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 2 | Staða: Í 2. umræðu
Markmið: Að auðvelda líffæragjafir látinna einstaklinga.
Helstu breytingar og nýjungar: Að gera ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjöf þegar um er að ræða látinn einstakling. Þannig verði látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um brottnám líffæra nr. 16/1991.
Kostnaður og tekjur:
Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru flestar fylgjandi fjölgun líffæragjafa. Bent var á nauðsyn almennrar fræðslu um mikilvægi líffæragjafa. Einnig var lögð áhersla á þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í að ræða við aðstandendur. Í sumum umsögnum var lögð áhersla á mikilvægi samþykkis sjúklinga frekar en ætlaðs samþykkis. Bent var á að ekki væru allir einstaklingar færir um að andmæla líffæragjöf sökum æsku, veikinda eða fötlunar.
Afgreiðsla: Samþykkt var að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi