Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

34 | Brottnám líffæra (ætlað samþykki)

143. þing | 4.10.2013 | Lagafrumvarp   Sent til ríkisstjórnar

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 2 | Staða: Í 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að auðvelda líffæragjafir látinna einstaklinga.

Helstu breytingar og nýjungar: Að gera ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjöf þegar um er að ræða látinn einstakling. Þannig verði látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um brottnám líffæra nr. 16/1991.

Kostnaður og tekjur:

Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

Runólfur Pálsson (2005). Líffæragjafir á Íslandi : betur má ef duga skal. Læknablaðið 91(5) s. 404-405.
Sigurbergur Kárason o.fl. (2005). Líffæragjafir á Íslandi 1992–2002. Læknablaðið 91(5) s. 417-422.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af sundhedsloven LBK nr 913 af 13/07/2010.
12. kafli einkum gr. 53.

Noregur
Lov om transplantasjon, sykehusobduksjon og avgivelse av lik m.m. [transplantasjonsloven]. LOV-1973-02-09-6.
Greinar 1 og 2.

Svíþjóð
Lag (1995:831) om transplantation m.m.
Sjá einkum greinar 3 og 4.

Finnland
Lag om användning av mänskliga organ, vävnader och celler för medicinska ändamål 2.2.2001/101.
Sjá einkum 4. kafla, 9. gr.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru flestar fylgjandi fjölgun líffæragjafa. Bent var á nauðsyn almennrar fræðslu um mikilvægi líffæragjafa. Einnig var lögð áhersla á þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í að ræða við aðstandendur. Í sumum umsögnum var lögð áhersla á mikilvægi samþykkis sjúklinga frekar en ætlaðs samþykkis. Bent var á að ekki væru allir einstaklingar færir um að andmæla líffæragjöf sökum æsku, veikinda eða fötlunar.

Afgreiðsla: Samþykkt var að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar.

Fjölmiðlaumfjöllun:

Eftirspurn eftir líffærum eykst. Morgunblaðið 31.1.2014.
Líffæraskortur á Íslandi. Visir.is 30.1.2014.
Lokaákvörðun alltaf í höndum ættingja. DV 4.2.2014.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Gjöfin stóra. Fréttablaðið 1.2.2014.
Þriðjungur hafnar líffæragjöf. Visir.is 31.1.2014.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 917 | 7.4.2014
Flutningsmenn: Velferðarnefnd

Umsagnir

Velferðarnefnd | 20.11.2013
Velferðarnefnd | 27.11.2013
Velferðarnefnd | 3.12.2013
Velferðarnefnd | 25.11.2013
Persónuvernd (umsögn)