Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að lækka nokkur opinber gjöld.
Helstu breytingar og nýjungar: Lækka á álögur á eldsneyti, bíla, áfengi og tóbak ásamt því að gera lítilsháttar lagfæringu á lögum um stimpilgjald.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, lög um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, lög um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, og lög um stimpilgjald, nr. 138/2013.
Kostnaður og tekjur: Á ekki að hafa áhrif á nettóstöðu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Ákvörðun ríkisstjórnarinnar 21. desember 2013 um lækkun gjalda var gerð í tengslum við gerð kjarasamnings á almennum vinnumarkaði.
Umsagnir (helstu atriði): Fáar og almennt jákvæðar umsagnir.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar