Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

284 | Umferðarlög (EES-reglur o.fl.)

143. þing | 27.1.2014 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.3.2014)

Samantekt

Markmið: Leiðrétting innleiðingar EES-réttar. Lögleiðing ákvæða úr heildarfrumvarpi til nýrra umferðarlaga sem brýnt er að nái fram að ganga.

Helstu breytingar og nýjungar: Breytingar á skilgreiningum á nokkrum ökutækjum til samræmis við tilskipanir Evrópusambandsins. Þar er einkum átt við skilgreiningar á léttum bifhjólum og ákvæði um akstur þeirra. Lögð eru til ákvæði sem skylda atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Samgöngustofu verður falið að veita undanþágur frá skráningu ökutækis sem ekki er ætlað til almennrar umferðar. Umferðareftirlitsmönnum verður heimilt að kanna ástand tiltekinna ökutækja á vegum og fjarlægja skráningarnúmer reynist þau vanbúin. Einnig eru lögð til ákvæði um að börn undir 150 sm á hæð skuli nota öryggisbúnað í bifreiðum.

Kostnaður og tekjur:

Ákvæði frumvarpsins, sem varða skráningu ökutækja, geta haft áhrif á tekjur ríkissjóðs en talið er að þau séu óveruleg.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndunum.

Danmörk
Bekendtgørelse af færdselsloven. LBK nr 1386 af 11/12/2013.

Noregur
Vegtrafikklov. LOV-1965-06-18-4.

Svíþjóð
Trafikskadelag (1975:1410).
Lag (1951:649) om straff för vissa trafikbrott.
Körkortslag (1998:488).

Finnland
Vägtrafiklag 3.4.1981/267.
Fordonslag 11.12.2002/1090.
Trafikförsäkringslag 26.6.1959/279.
Lag om fordonstrafikregistret 13.6.2003/541.
Lag om registrering av fordon 23.12.1998/1100.

Umsagnir (helstu atriði): Margar umsagnir bárust og vörðuðu þær flestar greinar frumvarpsins, til dæmis þær sem fjalla um létt bifhjól. Auknar kröfur til endurmenntunar atvinnubílstjóra voru taldar íþyngjandi og jafnvel varða við 75. gr. stjórnarskrárinnar. Margir lögðust gegn því að umferðareftirlitsmönnum yrði falið aukið eftirlit og töldu verkefni þeirra betur eiga heima hjá lögreglu.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Fjölmiðlaumfjöllun: Krafa um endurmenntun "þungt högg" [frétt]. Morgunblaðið 14.3.2014. 

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 552 | 27.1.2014

Umsagnir

Árni Davíðsson (breyt. á 83. gr.) (tillaga)
Persónuvernd (tilkynning)
Samtök ferðaþjónustunnar o.fl. (frá SA, SI, SVÞ og SAF) (umsögn)
Samtök iðnaðarins Viðbótarumsögn (umsögn)